ACTIONS CLIMAT Header

Sjálfbærni

Sjálfbærni

Sjálfbærnistefna 

Coca-Cola Europacific Partners hefur sett sér það leiðarljós að vinna að sjálfbærni og nýta fyrirtækið og vörumerkin til að stuðla að betri framtíð fyrir fólkið og jörðina. Sjálfbærni er kjarnaþáttur í viðskiptum CCEP og árið 2018 setti fyrirtækið sér víðtæka sjálfbærnistefnu í sex köflum með 21 mælanlegu og tímasettu markmiði.

Átak fyrir drykki 

  • Fyrirtækið kappkostar að auðvelda neytendum að draga úr sykurneyslu með því að bjóða viðskiptavinum enn meira úrval af sykurlausum og sykurskertum drykkjum.

Átak fyrir umbúðir 

  • Fyrirtækið stefnir að því að auka hlutfall endurunnins efnis í umbúðum, gera þær umhverfisvænni og var Coca-Cola á Íslandi meðal fyrstu landa í heiminum að bjóða upp á plastflöskur sem eru 100% endurunnar og nær þannig að skapa hringrás umbúða og draga stórlega úr kolsefnisfótspori. 

  • Mikið kapp er lagt á að endurheimta allar umbúðir svo þær endi ekki sem rusl á víðavangi og hvetur fyrirtækið neytendur til að endurvinna umbúðirnar með skilaboðum á umbúðum.

Átak fyrir samfélagið

  • Fyrirtækið leggur mikla áherslu á fjölbreyttan mannauð, að útiloka aðgreiningu og auka jafnrétti á öllum sviðum starfseminnar. og styður við verkefni, grasrótarhreifingar og samtök með það að markmiði að hjálpa ungu fólki til að efla starfshæfni sína og sjálfstraust. 

Átak fyrir loftslagsmál 

  • Áætlun CCEP í loftslagsmálum, Net Zero 2040, er metnaðarfull, með skýrum markmiðum og dagsetningum. Þar má nefna að draga á úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda þvert á alla aðfangakeðjuna um 30% fyrir árið 2030, þ.m.t. losun skv. umfangi 1, 2, og 3 (bein og óbein losun), en miðað er við grunnár 2019.

  • Stefnt er á að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040, í samræmi við Parísarsamkomulagið um að ná að halda hlýnun jarðar undir 1,5 ˚C. 

Átak fyrir vatn

  • Lögð er áhersla á að umgangast vatn af fyllstu virðingu og samkvæmt ítrustu gæðakröfum í öllum viðskiptum. Coca-Cola á Íslandi hefur þá sérstöðu að reka eina fullkomnustu hreinsistöð frárennslisvatns hér á landi.  

Átak fyrir aðföng 

  • Hjá Coca-Cola á Ísland er öryggi neytenda og gæði ávallt í fyrirrúmi og lögð áhersla á að starfsmenn starfi allir í umhverfi þar sem heilsa og öryggi þeirra eru tryggð.

  • Við tryggjum að öll landbúnaðaraðföng og hráefni séu fengin með sjálfbærum og ábyrgum hætti og vinnum með okkar birgjum til að tryggja að sjálfbærni, siðræði og mannréttindi falli inn í aðfangkeðjuna okkar.  

Sjálfbærnistefna fyrirtækisins lýsir ábyrgri afstöðu til þeirra umhverfisáhrifa sem starfsemin kann að hafa í för með sér og vilja til að vinna að stöðugum umbótum sem lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og draga úr mengun og losun úrgangs og stuðla að aukinni endurvinnslu.  

Hero

Til að lesa nánar um sjálfbærnimál CCEP
bendum við á þessar síður og skýrslur

Lesa meira

Skýrslur og tölfræði