aldia intro heroresponsive v2

Um okkur

Um starfsemina á Íslandi

Um okkur

Coca-Cola á Íslandi er alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur djúpar rætur í íslensku samfélagi með yfir 80 ára sögu hér á landi.  Vörur okkar snerta daglegt líf meirihluta landsmanna á einn eða annan hátt nánast, enda seljum við sem nemur einum drykk á dag fyrir hvern íbúa á Íslandi að meðaltali. Í dag er fyrirtækið alhliða drykkjarvörufyrirtæki sem selur mörg af þekktustu og vinsælustu vörumerkjum í heiminum í fjölda drykkjarvöruflokka, jafnt óáfengum sem áfengum.  

Starfsemi fyrirtækisins spannar mjög breitt svið; framleiðslu, inn-og útflutning, markaðssetningu, dreifingu, sölu og þjónustu.  Við kappkostum að þróa vöruvalið og framleiða og flytja inn vörur sem uppfylla síbreytilegar þarfir neytenda og fyrir fjölbreytt neyslutilefni. 

Við leggjum mikla áherslu á gæðamál, sjálfbærni, umhverfisvænni framleiðsluaðferðir og umhverfisvænni umbúðir og vinnur fyrirtækið jafnt og þétt að úrbótum og þróun í þeim efnum.

Í dag starfa um 170 manns hjá Coca-Cola á Íslandi, aðallega á tveimur starfstöðvum: Við Stuðlaháls í Reykjavík og á Furuvöllum á Akureyri. Við erum lánsöm að starfa á líflegum og skemmtilegum markaði og að bjóða íslenskum neytendum, verslunum og veitingastöðum upp á mörg af þekktustu vörumerkjum í heiminum. 

Viðskiptavinir okkar eru fjölbreyttir og reynum við að endurspegla þá fjölbreytni með áherslu á virka jafnréttisstefnu, áherslu á fjölbreytileika í hópi starfsfólks og með því að styðja við góð málefni hér á landi og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið. Coca-Cola á Íslandi er bakhjarl nokkurra íþrótta- og sérsambanda, dyggur stuðningsaðili fjölda íþróttafélaga auk þess að vera meðal annars einn af bakhjörlum Rauða Kross Íslands, Íþróttasambands fatlaðra og Landsbjargar.

 

Við erum með tvær verksmiðjur á Íslandi, á Akureyri og í Reykjavík.

Vörum fyrirtækisins er dreift til a.m.k. 2.500 útsölustaða um land allt.

Fjöldi starfsmanna 170