CC Rpet 2880x940 2

100% Endurunnar plastflöskur

Allar plastflöskur úr 100% endurunnu plasti

Allar plastflöskur úr 100% endurunnu plasti 

  • Plast getur verið umhverfisvænt – ef því er safnað og það endurunnið í lokuðu hringrásarhagkerfi. Með því að skipta yfir í 100% endurunnið plast höfum við náð að:
  • Draga úr notkun á nýju plasti um 530 tonn á ári.
  • Minnka kolefnisfótspor Coca-Cola á Íslandi um 44%.

Frá apríl 2021 eru allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir úr 100% endurunnu plasti (rPET). Þetta er stórt skref fram á við í átt að hringrásarhagkerfinu en rPET sem er hluti af hringrásarhagkerfi hefur minna kolefnisfótspor en nokkrar aðrar umbúðategundir fyrir drykki.

Sjálfbærni í forgangi

Coca-Cola á Íslandi hefur unnið ötullega að því að gera umbúðir sínar umhverfisvænni á undanförnum árum. Meðal aðgerða hefur verið að létta plastflöskur, sem sparaði plastnotkun um 6-14%, nota léttari tappa, sem sparaði um 6 tonn af plasti á ári, og skipta út pappír fyrir plast í ytri umbúðum. Þá fer allt plast sem fellur til við framleiðslu eða rekstur til Pure North í Hveragerði, sem endurvinnur plastið með umhverfisvænum orkugjöfum.

Hringrás íslensks plasts

Endurvinnslan ehf. sér um að senda allar plastumbúðir sem safnast til endurvinnslu erlendis. Hollenska fyrirtækið Morssinkhof kaupir plastið og selur það endurunnið til umbúðabirgja okkar þar sem það verður að flöskum úr endurunnu plasti.