Leitum að Framkvæmdastjóra Sölusviðs

 

14. apríl 2023

Staða Framkvæmdastjóra sölusviðs er laust til umsóknar hjá okkur. 

Umsjón með ráðningunni hefur Vinnvinn, www.vinnvinn.is 

 

Anna Regína Björnsdóttir er nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi

 

 31. mars 2023

Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Anna Regína, sem er með M.Sc í iðnaðarverkfræði, hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2012 í ýmsum stjórnunarstörfum. Síðustu þrjú ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs en þar áður var hún framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hún tekur við af Einari Snorra Magnússyni sem kveður nú fyrirtækið eftir yfir tuttugu ára farsælan starfstíma.

„Coca-Cola á Íslandi er leiðandi fyrirtæki er varðar styrkleika vörumerkja, þjónustu við viðskiptavini, sjálfbærnimál og mannauðsmál. Fyrirtækið byggir á sterkum grunni og yfir 80 ára sögu á íslenska drykkjarvörumarkaðinum. Það er mikill styrkur í vörumerkjunum okkar, bæði þeim alþjóðlegu sem eru með þeim stærstu á heimsmælikvarða en eins í íslenskum vörumerkjum, t.d. íslenskum gæðabjór sem bruggaður er hjá Víking Brugghús, verksmiðju okkar á Akureyri. Coca-Cola á Íslandi býr yfir öflugum mannauði og ég er þakklát fyrir að vera treyst fyrir því að leiða okkar frábæra starfsfólk inn í nýja tíma og takast á við spennandi verkefni í samstarfi við viðskiptavini okkar,“ segir Anna Regína, nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Einar Snorri Magnússon hefur gegnt starfi forstjóra Coca-Cola á Íslandi frá árinu 2018 en hann óskaði nýverið eftir að fá að láta af störfum. Einar hóf störf hjá Vífilfelli 2001 og hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum frá þeim tíma. „Það eru bjartir tímar fram undan hjá fyrirtækinu; við erum nýbúin að starta nýrri framleiðslulínu í Reykjavík, , það er kraftur í sölu- og markaðsstarfinu og jákvæð og stór skref hafa verið stiginn í lækkun kolefnissporsins og meira í undirbúningi þar. Eftir mörg skemmtileg ár hjá Vífilfelli og Coca-Cola á Íslandi er þakklæti mér efst í huga til samstarfsfólks og viðskiptavina sem ég hef unnið með og kynnst í gegnum tíðina” segir Einar Snorri en hann mun vera nýjum forstjóra innan handar næstu vikurnar.

Your search has returned no results.

Click to view all