CCEP Investors HeroBanner 1440x656 B Employees2 CCEP Investors HeroBanner 320x490 B Employees2 Mobile

Jafnréttismál

Við fögnum fjölbreytileika

Hjá Coca-Cola á Íslandi er lögð mikil áhersla á að allt starfsfólk upplifi að það sé velkomið eins og það er, að það sé metið að verðleikum og finni að það tilheyri liðsheildinni.  

Við skiptum jafnréttismálum niður í fimm áherslusvið: Kyn, aldur, menningarbakgrunnnur, LGBTQ+ og fötlun.

Fyrirtækið vinnur markvisst að því að ná til alls starfsfólks og tekur frumkvæði að því að hlusta á það, t.d. með reglulegum viðhorfskönnunum og sérstökum jafnréttishópum.

Við berum öll ábyrgð á því að hlúa að þessari menningu og leggjum okkur einlægt fram um að samstarfsfólk okkar sé haft með, að borin sé virðing fyrir öllum og að við bregðumst við ef við verðum þess vör að eitthvað megi betur fara.

 

 

Kyn

Jafnrétti kynjanna er það svið sem Coca-Cola á Íslandi hefur náð mestum árangri á undanfarin ár. Í jafnréttisáætlun okkar er lögð sérstök áhersla á jafnrétti kynjanna en þar er meðal annars kveðið á um kynjahlutfall í störfum, jafnlaunastefnu, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og forvarnir gegn kynbundu áreiti. ​​​​​​​

 

LGBTQ+

Þú ert velkomin/ið/inn! Við horfum fyrst og fremst á hæfni hvers einstaklings, burt séð frá kynvitund eða kynhneigð. Sérstök fræðsla sem snýr að ómeðvituðum fordómum gagnvart hinsegin fólki hefur verið haldin á vegum Samtakanna ’78 og verður þeirri vegferð haldið áfram.


Fötlun

Við höfum öll okkar styrkleika. Starfsfólk fyrirtækisins hefur misjafna getu og er umsækjendum ekki mismunað á grundvelli fötlunnar. Fyrirtækið reynir ávallt að koma til móts við þarfir starfsfólks og aðlagar starfsstöðvar eftir því sem við á og þar sem því verður við komið.

Aldur

Við fögnum fjölbreytileika því hann er styrkleiki sem færir okkur ólík sjónarmið sem efla fyrirtækið. Starfsfólk á öllum aldri hefur sama rétt til starfstækifæra og starfsþróunar hjá fyrirtækinu.


Menningarbakgrunnnur

10% starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið. Stefna okkar er að öll innri samskipti fari fram á íslensku og ensku til að sem flest séu upplýst um það sem fram fer innan fyrirtækisins. Í sérstökum tilvikum eru túlkar fengnir til að tryggja góðan skilning hjá öllum.

Jafnlaunavottun 2021 2024 f dokkan grunn 2

Jafnlaunavottun

Coca-Cola á Íslandi hlaut fyrst jafnlaunavottun í júní 2018, og aftur 2021. Jafnlaunastefnu okkar er hægt að nálgast neðar á síðunni.

Þróun á jafnrétti kynja í tölum

  2022 2021 2020 2019 2018 2017 2016
Launamunur kynja  1%*  0,2%  1,1%  1,2%  2,7%  4,7%  
Fjöldi kvenna í stjórnendastöðum 50%  50%  50%  50%  50%  38%  32%
Fjöldi kvenna í öllum stöðum 26%  25%  25%  24%  24%  24%  23%

*Konum í vil. 

Jafnlaunastefna Coca-Cola á Íslandi

Hér til hægri má nálgast jafnlaunastefnuna á ensku.