BonAqua Screen 1920x1080 02 BonAqua Toppurkvedur 384x400

Toppur kveður, Bonaqua heilsar

Toppur kveður, Bonaqua heilsar

Í sumar skiptir vörumerkið Toppur um nafn og mun framvegis kallast Bonaqua. Aðdáendur Topps þurfa þó ekki að hafa áhyggjur þar sem engin breyting verður á bragði eða þeim bragðtegundum sem í boði eru og drykkurinn verður áfram framleiddur í plastflöskum hér í Reykjavík úr 100% endurunnu plasti. Nafnabreytingin er liður í stefnu The Coca-Cola Company, eiganda vörumerkisins, um að leggja áherslu á færri en sterkari vörumerki á alþjóðavísu.

„Vatnsdrykkir eru sá flokkur drykkja sem hefur vaxið hvað hraðast á undanförnum árum, með breyttri hegðun neytenda og aukinni áherslu á heilbrigðan lífsstíl,“ segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi og útskýrir að sem alþjóðlegt fyrirtæki vilji The Coca-Cola Company styðja betur við sín helstu vörumerki. „Áhersla er því lögð á færri en sterkari vörumerki. Bonaqua er eitt af stærstu vörumerkjum The Coca-Cola Company á heimsvísu í vatnsdrykkjum og fæst á 30 markaðssvæðum. Við þessa breytingu munum fá aðgang að mun öflugri vöruþróun og vönduðu markaðsefni sem mun koma neytendum okkar til góða.

Gamla góða bragðið mun þó halda sér sem og þær bragðtegundir sem í boði eru, en íslenskir neytendur mega því búast við fleiri nýjungum, líkt og nágrannaþjóðir okkar eiga að venjast, sem er frábært fyrir langtímavöxt vörumerkisins.“