2880 940 px 580X400

Nýr áfastur tappi

Allar plastflöskur með áföstum tappa

Allar plastflöskur með áföstum tappa

Frá lok mars 2023 verða allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir með nýjum, áföstum töppum. Nýju tapparnir verða m.ö.o. fastir við flöskuna eftir opnun.

Áföstu tapparnir eru í samræmi við ný lög um einnota plastumbúðir, en ákvæðið sem snýr að töppunum mun taka gildi árið 2024. Lögin eru jafnframt í samræmi við evrópskar reglugerðir. Við erum fyrsti framleiðandinn til að gera þessa breytingu á Íslandi, en það var mat okkar að það væri ekki eftir neinu að bíða. 

Með breytingunni styrkjum við hringrásarhagkerfið en nýju tapparnir eru sérhannaðir til að fylgja flöskunum í endurvinnsluna.Við erum flest mjög dugleg að skila flöskum með tappanum á, en með nýja tappanum dregur enn frekar úr líkum á því að hann týnist eða fari í almennt rusl.

Minna plast – minna kolefnisfótspor: Með hinni nýju framleiðslulínu og nýrri hönnun á tappa verður dregið úr plastnotkun um -15%. Með þeirri viðbót hefur okkur tekist að minnka kolefnisfótspor okkar vegna framleiðslu á plastflöskum um 52% á undanförnum 4 árum.

Það skiptir miklu máli að ná til viðskiptavina okkar og miðla upplýsingum til þeirra um breytinguna svo þeir skilji hvers vegna við erum að gera þetta og vonumst við til þess að viðskiptavinir okkar verði fljótir að venjast nýja tappanum.

Sjá nánar hvernig tappinn virkar, hér: Nýr áfastur tappi