Við erum alhliða drykkjarvörufyrirtæki sem framleiðir og flytur inn mörg af þekktustu og vinsælustu vörumerkjum hér á landi og í heiminum. Við kappkostum að bjóða upp á fjölbreytt vöruval drykkja sem henta við flest neyslutilefni.
- Óáfengir drykkir
- Áfengir drykkir
- Þjónusta

Óáfengir drykkir
Í flokki óáfengra drykkja selur fyrirtækið vörumerki frá The Coca-Cola Company, Monster Energy Company og Alpro auk innlendra vörumerkja á borð við Icelandic Glacial og Hámark. Vöruvalið er breitt og við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir drykkja:
- Gosdrykkir
- Vatnsdrykkir
- Íþrótta- og orkudrykkir
- Ávaxtadrykkir
- Léttöl og maltdrykkir
- Próteindrykkir
- Drykkir úr jurtamjólk
- Kaffi, te og tengdar vörur

Áfengir drykkir
Í flokki áfengra drykkja bjóðum við upp á sterk innlend vörumerki eins og Víking, Thule og Einstök sem eru framleidd í verksmiðju okkar á Akureyri, Víking Brugghúsi. Auk þess seljum við vörur frá Heineken, William Grants & Sons, Bodegas Faustino, Las Moras, Champagne Bollinger og fleiri aðilum. Við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir áfengra drykkja:
- Léttbjór
- Gosblöndur, seltzerar og síder
- Léttvín
- Sterkt áfengi

Þjónusta
Við erum til þjónustu reiðubúin alla daga ársins og geta viðskiptavinir okkar sinnt margvíslegum erindum í viðskiptavinagáttinni okkar MyCCEP hvar og hvenær sem er eftir hentugleika.
Við veitum persónulega þjónustu á hefðbundnum opnunartíma hvort sem það er í gegnum bílstjóra okkar, áfyllingu, sölufólk eða viðskiptaþjónustuna sem er staðsett að Stuðlahálsi í Reykjavík í símanúmerinu 525 2500.
Viðskiptaþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir er varða; pantanir, vörur, verðlista, reikninga, netföng, yfirlit ofl. á netfangið: [email protected].
Fulltrúar okkar í rekstri og viðhaldi gosvéla, bjórdæla og kæla eru auk þess á bakvakt utan hefðbundins opnunartíma. Sjá hér að neðan.
Nánari upplýsingar:
Bankaupplýsingar
0331-26-00045 kt. 470169-1419
Bakvakt þjónustudeildar
Símanúmer vegna kæla og tækja eftir kl 16:00 virka daga er 660-2560.
Símanúmer vegna bakvaktar vöruhússins er 660-2600. Opnunartími þar er 14:00-16:00 um helgar.
* Gjald vegna pantana hjá bakvakt er 12.550 m/vsk
Auglýsinga- og styrkbeiðnir
Viljir þú sækja um styrk, kostun, samstarf, vörukynningu eða benda okkur á góðan auglýsingakost getur þú sent okkur tölvupóst á netfangið [email protected] eða fyllt út formið hér
Vöruhús og afhending
Vöruhús okkar eru opin alla virka daga, í Reykjavík kl. 12.30 – 16.00. Hægt er að sækja pantanir til okkar á Stuðlahálsinn á þeim tíma.
Skilareglur
Skilareglur Coca-Cola Europacific Partners eru eftirfarandi.
Skilafrestur er 14 dagar gegn framvísun kvittunar. Aðeins er hægt að skila vörum sem teljast heilar og óskemmdar.
Ekki er hægt að taka á móti vörum:
- sem hafa orðið fyrir hnjaski
- í opnum umbúðum t.d. léttvín sem er selt í kassavís
- árstíðarbundnum vörum eftir að sölutímabili þeirra lýkur