CCEP LONDON PUB 332

Vörur og þjónusta

Við svölum þorsta landsmanna með sjálfbærni að leiðarljósi

Við erum alhliða drykkjarvörufyrirtæki sem framleiðir og flytur inn mörg af þekktustu og vinsælustu vörumerkjum hér á landi og í heiminum. Við kappkostum að bjóða upp á fjölbreytt vöruval drykkja sem henta við flest neyslutilefni.

 • Óáfengir drykkir
 • Áfengir drykkir
 • Þjónusta
Óáfengir drykkir
Untitled design 17 v2

Óáfengir drykkir

Í flokki óáfengra drykkja selur fyrirtækið vörumerki frá The Coca-Cola Company, Monster Energy Company og Alpro auk innlendra vörumerkja á borð við Icelandic Glacial og Hámark. Vöruvalið er breitt og við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir drykkja:

 • Gosdrykkir
 • Vatnsdrykkir
 • Íþrótta- og orkudrykkir
 • Ávaxtadrykkir
 • Léttöl og maltdrykkir
 • Próteindrykkir
 • Drykkir úr jurtamjólk
 • Kaffi, te og tengdar vörur

Skoða vörumerkjasíðu

Skoða vörumerkjasíðu Coca-Cola

Áfengir drykkir
004. Platform B

Áfengir drykkir

Í flokki áfengra drykkja bjóðum við upp á sterk innlend vörumerki eins og Víking, Thule og Einstök sem eru framleidd í verksmiðju okkar á Akureyri, Víking Brugghúsi.  Auk þess seljum við vörur frá Heineken, William Grants & Sons, Bodegas Faustino, Las Moras, Champagne Bollinger og fleiri aðilum. Við bjóðum upp á eftirfarandi tegundir áfengra drykkja:

 • Léttbjór
 • Gosblöndur, seltzerar og síder
 • Léttvín
 • Sterkt áfengi

Skoða vöruval

Þjónusta
011. Sales Visibility

Þjónusta

Við erum til þjónustu reiðubúin alla daga ársins og geta viðskiptavinir okkar sinnt margvíslegum erindum í viðskiptavinagáttinni okkar MyCCEP  hvar og hvenær sem er eftir hentugleika.   
Við veitum persónulega þjónustu á hefðbundnum opnunartíma hvort sem það er í gegnum bílstjóra okkar, áfyllingu, sölufólk eða viðskiptaþjónustuna sem er staðsett að Stuðlahálsi í Reykjavík í símanúmerinu 525 2500.   

Viðskiptaþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir er varða; pantanir, vörur, verðlista, reikninga, netföng, yfirlit ofl. á netfangið: [email protected].

Fulltrúar okkar í rekstri og viðhaldi gosvéla, bjórdæla og kæla eru auk þess á bakvakt utan hefðbundins opnunartíma.  Sjá hér að neðan.  

Nánari upplýsingar:

Bankaupplýsingar

0331-26-00045  kt.  470169-1419 

Bakvakt þjónustudeildar

Símanúmer vegna kæla og tækja eftir kl 16:00 virka daga er 660-2560.

Símanúmer vegna bakvaktar vöruhússins er 660-2600. Opnunartími þar er 14:00-16:00 um helgar.

* Gjald vegna pantana hjá bakvakt er 12.550 m/vsk

Auglýsinga- og styrkbeiðnir

Viljir þú sækja um styrk, kostun, samstarf, vörukynningu eða benda okkur á góðan auglýsingakost getur þú sent okkur tölvupóst á netfangið [email protected]  eða fyllt út formið hér 

Vöruhús og afhending


Vöruhús okkar eru opin alla virka daga, í Reykjavík kl. 12.30 – 16.00. Hægt er að sækja pantanir til okkar á Stuðlahálsinn á þeim tíma. 

hero 2880x940 PRODUCTO 1

My CCEP 

Í netverslun Coca-Cola á Íslandi, My CCEP,
getur þú skoðað vöruval, pantað vörur, séð
yfirlit yfir pantanir, tilboð og margt fleira.
Þar fá viðskiptavinir okkar góða yfirsýn yfir
öll samskipti þeirra við fyrirtækið.


Skoða síðu

 

Skilareglur

Skilareglur Coca-Cola Europacific Partners eru eftirfarandi. 

Skilafrestur er 14 dagar gegn framvísun kvittunar. Aðeins er hægt að skila vörum sem teljast heilar og óskemmdar.

Ekki er hægt að taka á móti vörum:

 • sem hafa orðið fyrir hnjaski
 • í opnum umbúðum t.d. léttvín sem er selt í kassavís
 • árstíðarbundnum vörum eftir að sölutímabili þeirra lýkur