Fréttir

Verðbreyting 1. febrúar 2022

Hero square

30/12/2021

Kæri viðskiptavinur, 

Þann 1 febrúar 2022 næstkomandi tekur gildi nýr verðlisti hjá Coca-Cola Europacific Partners. Breytingin er tilkomin vegna fordæmalausra hækkana á mikilvægum kostnaðarliðum, en vegna þeirra sér CCEP sér ekki annað fært en að hækka verð um 6%. Í örfáum vöruliðum getur breytingin verið önnur og nýr verðlisti verður gefin út eftir áramótin. Hráefni og umbúðir hafa hækkað mikið í verði síðustu misseri og nema hækkanir í mörgum tilfellum tugum prósenta. Eins hefur flutningskostnaður hækkað mikið. Að lokum er vert að nefna að framundan eru launahækkanir og hefur það áhrif á framleiðslukostnað. 

Þær verðhækkanir sem taka gildi 1 febrúar 2022 ná ekki að mæta hækkunarþörf að fullu en það er von CCEP að eitthvað af þessum hækkunum gangi til baka og því tekur fyrirtækið hluta af hækkuninni tímabundið á sig. Staðan verður endurmetin þegar líða fer á nýtt ár og er það okkar von að ekki verði þörf á frekari hækkunum. 

Eins og fram kemur að ofan mun verðlistabreytingin taka gildi frá og með 1. febrúar 2022. 


Virðingarfyllst, 
Starfsfólk Coca-Cola Europacific Partners