Fréttir

Nýtt frá Coca-Cola

Coke Lime Postur 600x400 px

28/03/2022

Coke lime – án sykurs og í 100% endurunnum plastflöskum 

„Coca-Cola án sykur er sá gosdrykkur sem er í hvað hröðustum vexti um þessar myndir. Kröfur neytenda um bragðgóða sykurlausa drykki fara sívaxandi og samkeppnin og fjölbreytileikinn vaxa með hverju ári. Við fögnum því vitaskuld og höfum brugðist við með stöðugri vöruþróun í átt að hollari og enn bragðbetri valkostum,“ segir Helga Þórðardóttir, vörumerkjastjóri hjá Coca-Cola á Íslandi en fyrirtækið kynnir nýja bragðtegund, Coca-Cola lime án sykurs, nú í apríl.

„Við höfum fengið ófár spurningar varðandi nýjungar og bragðtegundir fyrir Coca-Cola án sykurs og erum við ánægð með að lime verði fyrsta skrefið í þeim málum í nokkurn tíma. Coca-Cola og sítrusávöxtum hefur vitaskuld verið blandað saman í áraraðir og við teljum því nokkuð víst að drykkurinn falli vel í kramið.“   

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar Coca-Cola án sykurs á síðastliðnu ári, en þá urðu bæði útlitsbreytingar og Coke án sykurs fékk nýtt bragð sem færði það enn nær hinu klassíska Coca-Cola bragði. „Nú hafa neytendur raunverulegt val, Coca-Cola með eða án sykurs, án þess að fórna neinu í bragði. Coke Lime án sykurs verður fyrst um sinn fáanleg í 100% endurunnum 500 ml plastflöskum, framleiddum í Reykjavík, og mun fást á sölustöðum um land allt. Þess má geta að það var önnur stór breyting hjá okkur á síðasta ári, þegar allar plastflöskur sem við framleiðum fóru yfir í 100% endurunnið plast. Neytendur geta því notið sykurlauss drykkjarins með góðri samvisku, í umhverfisvænum endurunnum umbúðum.   Við hvetjum fólk til að fara með flöskurnar í Endurvinnslu til að viðhalda hringrásinni í endurvinnslu“