Fréttir

80 ára afmæli

Background

09/06/2022

Við fögnum því að hafa svalað þorsta Íslendinga í 80 ár

Saga Coca-Cola á Íslandi teygir sig frá íslenskum stórkaupmönnum fyrir miðja síðustu öld, til Spánar, til Vestur-Evrópu og svo síðar einnig til Eyjaálfu og Indónesíu.   Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar gerði Björn Ólafsson, stórkaupmaður, samning við The Coca-Cola Company í Bandaríkjunum um stofnun verksmiðju á Íslandi, og 1. júní 1942 tók verksmiðjan Vífilfell til starfa að Haga við Hofsvallagötu í Reykjavík, sem einkaframleiðandi Coca-Cola á Íslandi.

Síðan þá hefur fyrirtækið þróast, vaxið og dafnað og breyst frá því að vera eingöngu gosdrykkjarfyrirtæki í að vera alþjóðlegt alhliða drykkjarvörufyrirtæki.  Drykkirnir sem við framleiðum, seljum og dreifum snerta líf flestra landsmanna á hverjum einasta degi.  

Nánar um söguna hér.