Fréttir

Jólalest Coca-Cola

CC Jolin2021 384x314 jolalest v2

08/12/2022

Coca-Cola Europacific Partners

Leggur af stað 11. desember kl. 17:00

Jólalest Coca-Cola keyrir sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 26. skiptið laugardaginn, þann 11. desember. Ljósum prýdd lest leggur af stað kl1. 17:00 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi. Þaðan ferðast hún um helstu hverfi höfuðborgarinnar og nærsveita áður en hún snýr aftur upp á Stuðlaháls. 

Vegna samkomutakmarkana mun Jólalestin ekki stoppa á auglýstum stöðum eins og hún hefur gert fyrri ár. Er þetta því gert til þess að takmarka fjölda sem kemur saman. 
Jólalestin keyrir um höfuðborgarsvæðið í lögreglufylgd og með Hjálparsveit Skáta. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni. 


Fylgst með í rauntíma

Það er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra fjölskyldna að fylgjast með Jólalestinni. Í ljósi aðstæðna hvetur Coca-Cola landsmenn til að fylgjast með lestinni í góðri fjarlægð og verður því hægt að fylgjast með staðsetningu lestarinnar í rauntíma á jólalestin