Fréttir

Jafnvægisvog

aKXkpjYh8ge40veuWzSPeuH1MxP6XN4l7KYkLy2Qq0bNaBlHQe83INSf2WM1XWto

19/10/2021

Coca-Cola Europacific Partners

Coca-Cola fær viðurkenningu

Coca-Cola á Íslandi hlýtur viðurkenningu jafnvægisvogarinnar 2021 en fyrirtæki þar sem eru amk 40% konur í æðstu stjórnendastöður fá viðurkenninguna ár hvert. Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), stafrænu ráðstefnuna 14. október  Jafnrétti er ákvörðun, sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar árið 2020 voru viðurkenningarhafar 45 talsins en í ár voru þeir samtals 53.

Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið.

Þrjátíu og átta fyrirtæki, sjö sveitarfélög og átta opinberir aðilar hljóta viðurkenningu

Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til þrjátíu og átta fyrirtækja, sjö sveitarfélaga og átta opinberra aðila úr hópi þeirra 152 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu og tóku þátt í könnun um aðgerðir sem gripið var til. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Coca-Cola á Íslandi hefur haft 50/50 kynjahlutfall síðan í upphafi árs 2019 og er þetta í annað sinn sem fyrirtækið fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar.